Um Sóley

Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Uppistaðan í græðismyrslunum eru kraftmiklar íslenskar jurtir, þar með talið villt handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri Sóley húðsnyrtivörulínunni. Smyrslin lögðu grunninn að Sóley Organics fyrirtækinu sem hefur nú verið starfrækt frá árinu 2007.

Villtar - Krafmiklar - Hreinar

Innihaldsefni

Sóley húðsnyrtivörurnar eru náttúrulegar og umhverfisvænar. Öll okkar uppskera er í einstökum gæðaflokki og um leið gætum við þess að hún innihaldi aðeins virk efni. Sóley húðsnyrtivörurnar eru lausar við tilbúin rotvarnar-, ilm- og litarefni, jarðolíur, parabenefni, paraffin, phthalates, propylene glycol, PABA, petrolatum, sem og önnur kemísk efni sem skaðað gætu manninn og náttúruna.

Framleiðsla og orka

Framleiðslan okkar er á Grenivík og vatnið í vörunum okkar kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum islands.

Hugmyndafræði

Hugmyndafræði Sóley húðsnyrtivaranna má segja að endurspeglist að miklu leyti í orðum langalangömmu hennar Grasaþórunnar: „Guð skapaði okkur á jörðinni og hann skapaði líka öll grösin, sem lækna alla sjúkdóma‟. Sóley leggur allan sinn metnað í að framleiða hreinar húðsnyrtivörur sem innblásnar eru af íslenskri náttúru. Vönduð vinnubrögð, sérfræðiþekking og fræðsla í anda hreinna og aukaefnalausra húðsnyrtivara eru okkar markmið, sem og auðvitað hrein og ómenguð náttúra. Við byggjum á reynslubrunni forfeðra okkar og miðlum þeirri þekkingu til viðskiptavina okkar.

Villtar

Við hjá Sóley húðsnyrtivörum erum hreykin af því að hafa náð að fanga magnaðan kraft vandlega valinna og villtra íslenskra, handtíndra jurta í einstakar blöndur sem geyma gæði íslenskrar náttúru sem blandað er saman við bestu fáanlegu hráefni. Í náttúrunni býr áhrifamáttur lækningarinnar að okkar mati.

Einfaldleiki

Vönduð vinnubrögð, sérfræðiþekking og fræðsla í anda hreinna og aukaefnalausra húðsnyrtivara eru okkar markmið, sem og auðvitað hrein og ómenguð náttúra. Við byggjum á reynslubrunni forfeðra okkar og nútímatækni og miðlum þeirri þekkingu til viðskiptavina okkar með vörum sem standast ströngustu gæðakröfur.

Kraftmiklar

Talið er að efni í íslenskum lækningajurtum séu virkari en í jurtum sem vaxa á suðlægari slóðum. Þetta stafar af því að íslensk sumur standa stutt yfir og því þurfa jurtirnar að öðlast allan sinn kraft á örskömmum tíma til þess að lifa af veturinn.

Umhverfi

Náttúran er arflegð okkar og markmið okkar er að vernda hana eftir fremsta megni. Það er sjaldnast nóg gert í þessum málum, en því meira sem við leggjum okkur fram um að virða umhverfið og náttúruna, þeim mun meiri árangri náum við. Margt smátt gerir eitt stórt og við leggjum okkar af mörkum með eitur- og aukaefnalausri framleiðslu.

Hreinleiki

Sannfæring okkar kemur heim og saman við sannfæringu forfeðranna; Það sem við setjum á húð okkar er fæða fyrir húðina, og næring - okkur á því að vera óhætt að borða allt sem við berum á húð okkar. Á Íslandi eigum við því láni að fagna að eiga nóg af hreinu lofti og vatni sem eru bestu hugsanlegu skilyrði fyrir ræktun lífrænna trjáa og plantna.

Lífrænar burðarolíur

Við notumst eingöngu við lífrænt vottaðar jurtaolíur eins og kókoshnetuolíu, kvöldvorrósarolíu og möndluolíu sem eru án allra óæskilegra aukaefna.

Hafa samband

Við hjá Sóley Organics metum innlegg þitt mikils.

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar um vörurnar

Viðskiptavinir

 +354 5552222

 info (at) soleyorganics.com

Endursöluaðilar

 +354 5552222

 info (at) soleyorganics.com